Erlent

Kjarnorkuviðræður hefjast að nýju

Frá fyrri samningafundi í Sviss.
Frá fyrri samningafundi í Sviss. Vísir/AFP
John Kerry utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Lausanne í Sviss í morgun en í dag hefst á ný samningafundur sex stærstu iðnríkja heims og Írana um hvernig kjarnorkuáætlun þeirra síðarnefndu skuli háttað.

Búist er við því að fundurinn verði árangursríkur, stutt sé í að mönnum takist að ná samkomulagi í málinu. Þó er óljóst hvort um undirritaðan samning verði að ræða eða hvort menn láti nægja að lýsa yfir sáttum í málinu.

Megintilgangur viðræðnanna er að búa svo um hnútana að Íranir geti haldið áfram kjarnorkuáætlun sinni í friðsamlegum tilgangi en um leið að koma í veg fyrir að þeir geti með góðu móti nýtt tæknina til að smíða kjarnorkusprengjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×