Innlent

Kjaraviðræðurnar strand í bili

Nanna Elísa jakobsdóttir skrifar
Guðjón Arngrímsson.
Guðjón Arngrímsson.
Kjaradeilu flugumsjónarmanna við Icelandair hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Samningar þeirra urðu lausir 1. febrúar.

„Það er allt strand eins og er,“ sagði Karl Friðriksson, formaður Félags flugumsjónarmanna, í samtali við Fréttablaðið. „Við erum að gera kröfur um bætt starfskjör og hækkun launaflokka.“ Hann segir flugumsjónarmenn vilja um tveggja prósenta launahækkun á launatöflu. Karl segir að enn hafi ekki verið boðað til fundar hjá ríkissáttasemjara en gerir ráð fyrir að það verði gert fljótlega. Ríkissáttasemjari er í sumarfríi eins og er þannig að líklegt er að það verði ekki fyrr en í ágúst.

„Það verður að skoðast í samhengi við fyrstu fundi,“ segir Karl spurður hvort stéttin hyggist fara í hart.

Flugumsjónarmenn undirbúa flug frá landinu, gera flugáætlanir og safna saman veðurupplýsingum og koma þeim til flugmanna.

Guðjón Arngrímsson er vongóður um að samningar náist án mikilla truflana á samgöngum.

„Þeim verður boðið það sama og aðrir hafa verið að semja um,“ sagði hann í samtali við Fréttablaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×