Íslenski boltinn

Kjaranefnd mun ekki ákveða laun formanns KSÍ

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ á ársþinginu í morgun.
Geir Þorsteinsson, fráfarandi formaður KSÍ á ársþinginu í morgun. Mynd/KSÍ
Tillaga um starfskjaranefnd sem ákvarðar laun formanns KSÍ var felld á ársþingi sambandsins í morgun.

Breiðablik og Víkingur Ólafsvík báru fram tillögu þess efnis að starfskjaranefnd yrði skipuð „sem ákvarði laun og starfskjör formanns KSÍ og stjónar KSÍ eftir því sem ástæða er til hverju sinni.“

Laun formanns KSÍ hafa verið talsvert til umfjöllunar í fjölmiðlum síðustu ár. Ekki er tekið fram með skýrum hætti í ársskýrslu sambandsins hver laun hans eru, heldur aðeins hver heildarlaunakostnaður hans og framkvæmdastjóra eru samtals.

Björn Einarsson, sem er í framboði til formanns KSÍ, hefur sagt að hann muni sinna starfinu launalaust verði hann kjörinn. Guðni Bergsson hyggst þiggja laun verði hann kjörinn.

Fylgst er með gangi mála á ársþingi KSÍ í fréttinni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×