Innlent

Kjaradeilu kennara vísað til ríkissáttasemjara

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara.
Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. vísir/stefán
Kjaradeilu Félags grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga hefur verið vísað til ríkissáttasemjara. Samninganefnd Félags grunnskólakennara ákvað í dag að vísa deilunni þangað þar sem samningar náðust ekki á fundi nefndanna í dag.

Fyrst var greint frá málinu á vef Morgunblaðsins en Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara segir í samtali við Vísi að fundarstjórnin sé nú í höndum ríkissáttasemjara og hann muni boða til næsta fundar í deilunni.

„Þá fara menn svona yfir efnisatriðin og menn leggja þetta aðeins niður fyrir honum. Hann ákveður svo í hvaða farveg þetta fer,“ segir Ólafur.

Hann segir að þó að viðræðurnar hafi gengið ágætlega þannig séð þá hafi það samt verið mat samninganefndarinnar að of langt væri á milli aðila til þess að samningar gætu náðst. Því hafi niðurstaðan verið sú að vísa deilunni til ríkissáttasemjara.


Tengdar fréttir

Kjararáð kyndir undir gremju meðal kennara

Grunnskólakennarar ræddu í vikunni að leggja niður störf. Úrskurður kjararáðs um laun þingmanna ýfir upp óánægju með kjörin. Hafa tvisvar fellt kjarasamninga. Launin eru það sem helst steytir á en einnig vinnutími og vinnuumhverfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×