Innlent

Kirkjuþing sett á morgun

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Anton Brink
Kirkjuþing hefst á morgun í Grensáskirkju kl. 9. Magnús E. Kristjánsson, forseti Kirkjuþings, Agnes M. Sigurðardóttir, biskup og Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, flytja ávarp við setningu þingsins.

Á meðal þeirra 29 mála sem liggja fyrir kirkjuþingi eru fjármál þjóðkirkjunnar, skipulag prestsþjónustu og þjónustu kirkjunnar í landinu auk draga að frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga. Þá mun þingið líka fjalla um endurskoðaða jafnréttisáætlun kirkjunnar.

Áætlað er að kirkjuþing standi fram í næstu viku en fundir þingsins eru opnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×