Erlent

Kirkjur brunnu á páskadag

Þorgnýr Einar Albertsson skrifar
Kirkja serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Manhattan í New York í Bandaríkjunum.
Kirkja serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Manhattan í New York í Bandaríkjunum. Nordicphotos/AFP
Þrjár kirkjur í jafn mörgum borgum brunnu á páskadegi rétttrúnaðarkirkjunnar um helgina.

Kirkjurnar, sem eru í New York, Sydney og Melbourne, eru stórskemmdar. Nokkrir meiddust en enginn fórst.

Slökkviliðsstjóri New York, Daniel Nigro, segir daginn sorgardag.

„Kirkjan gjöreyðilagðist í brunanum,“ sagði hann í samtali við fréttastofu CBS, en kirkjan tilheyrði serbnesku rétttrúnaðarkirkjunni og var byggð um miðja nítjándu öld. 

Kirkjan sem brann í Sydney var makedónsk og slösuðust slökkviliðsmenn við störf sín. Sú var 126 ára gömul.

Þá var kirkjan sem brann í Mel­bourne grísk og 115 ára gömul. Eldsupptök eru ókunn.

Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 4. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×