Innlent

Kirkjunnar menn loka ekki á Eyjakertin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar, hefur rætt við framkvæmdastjóra kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar í dag.
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar, hefur rætt við framkvæmdastjóra kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar í dag. Vísir/GVA/Eyjar.net
Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs Kirkjunnar, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna frétta af því að samstarfi við kertaverksmiðjuna Heimaey hefði verið slitið.

Í yfirlýsingunni segir að framkvæmdastjórar Hjálparstarfs Kirkjunnar og Heimaeyjar hafi í dag rætt saman um framleiðslu á friðarljósum sem kertaverksmiðjan hefur framleitt til fjölda ára.

Hjálparstarf Kirkjunnar hefur nú ákveðið að flytja inn fullunnin kerti frá Póllandi. Segir í yfirlýsingu að það sé vegna þess hve verðsamkeppni á markaði sé hörð auk þess sem sala á friðarljósum hefur dregist saman.

Þessi ákvörðunin Hjálparstarfsins hefur verið gagnrýnd og þykir Hjálparstarfinu leitt að upplýsingagjöf til Heimaeyjar varðandi ákvörðunina hafi ekki verið sem skyldi.

„Heimaey hefði viljað fá betri aðkomu og möguleika á að bjóða í fullunnin friðarljós. Aðilar munu nú í sameiningu skoða þessi mál í fullri hreinskilni og ræða möguleika á áframhaldandi samstarfi,“ segir að lokum í yfirlýsingunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×