Erlent

Kínverskur maður drap foreldra sína og sautján nágranna

Atli ísleifsson skrifar
Morðin áttu sér stað í bænum Yema í Yunnan-héraði.
Morðin áttu sér stað í bænum Yema í Yunnan-héraði. Vísir/Getty
Lögregla í Kína hefur greint frá því að maður á þrítugsaldri í suðvesturhluta landsins hafi drepið foreldra sína og svo sautján nágranna þeirra í tilraun til að hylma yfir glæpinn.

Fréttastofan Xinhua greinir frá því að maðurinn, Yang Qingpei sem er á þrítugsaldri, hafi deilt við foreldra sína um peninga á miðvikudagskvöldið og drepið þá. Óttaðist hann þá að nágrannar myndu koma upp um hann og hafi hann því drepið sautján þeirra.

Morðin áttu sér stað í bænum Yema í Yunnan-héraði.

Lögregla hefur ekki gefið upp hvernig Yang banaði fólkinu, en hann var handtekinn í gær í borginni Kunming, um 200 kílómetrum frá Yema.

Um er að ræða eitt mannskæðasta fjöldamorð landsins á síðustu árum. Lög um skotvopnaeign eru mjög stíf í landinu og eru fjöldamorð yfirleitt framkvæmd með hnífum, eitri, heimagerðum sprengjum eða íkveikjum, að því er segir í frétt CTV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×