Innlent

Kínverski ferðamaðurinn laus úr öndunarvél

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar. vísir/stefán
Samkvæmt upplýsingum af Landspítalanum er kínverska konan, sem lenti í umferðarslysi skammt frá Hellissandi í lok maímánaðar, enn á gjörgæsludeild en laus úr öndunarvél.

Slysið átti sér stað síðastliðinn fimmtudag en maður sem var einnig í bílnum lést á föstudag.

Fólkið hafði verið á ferð um Snæfellsnes þegar slysið varð. Þrír voru fluttir með þyrlu til Reykjavíkur en einn gekk sjálfur úr þyrlunni er þangað var komið. Beita þurfti klippum til að ná fólkinu úr bílnum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×