Viðskipti erlent

Kínverska ríkið eignast Pirelli

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Pirelli er einn fremsti dekkjaframleiðandi heims.
Pirelli er einn fremsti dekkjaframleiðandi heims. Vísir/AFP
Ítalski dekkjaframleiðandinn Pirelli verður bráðlega kominn í eigu kínverskra stjórnvalda. Ríkisfyrirtækið China National Chemical, sem gjarnan er stytt í ChemChina, hefur samþykkt að kaupa hið 140 ára gamla ítalska fyrirtæki fyrir 7,1 milljarða evra, jafnvirði rúmlega þúsund milljarða króna.

Um er að ræða kaup á 26,2 prósent hlut í fyrirtækinu sem er í eigu ítalska fjárfestingafélaginu Camfin.

Fyrirhuguð kaup ChemChina fara í gegnum China National Tire & Rubber, sem framleiðir hjólbarða. Kaupin veita ChemChina aðgengi að tækni til að búa til góð dekk og gefur Pirelli aukið aðgengi að kínverskum mörkuðum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×