Fótbolti

Kínverska landsliðið fagnaði sigri með víkingaklappi | Myndband

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kínverska landsliðið vann 1-0 sigur á Suður-Kóreu í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2018 sem fer fram í Rússlandi en þetta var fyrsti sigur liðsins í A-riðli undankeppninnar.

Kínverska liðið hefur byrjað undankeppnina illa undir stjórn ítalska þjálfarans Marcelo Lippi og var aðeins með tvö stig fyrir leikinn geg Suður-Kóreu í gær í botnsæti riðilsins.

Hann var því kærkominn sigurinn en eina mark leiksins skoraði Yu Dabao á 34. mínútu eftir sendingu frá Yongpo Wang.

Stuðningsmenn kínverska liðsins og leikmenn voru heldur betur sáttir og hentu í eitt gott víkingaklapp eftir leikinn.

Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan en kínverska liðið er áfram í erfiðri stöðu og er ólíklegt að liðinu takist að tryggja sér þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×