Erlent

Kínverjar vara við vestrænum gildum

Atli Ísleifsson skrifar
Kínversk stjórnvöld vilja ekki að sínir embættismenn notist við vestræn viðmið þegar skilgreina á hluti eins og mannréttindi og lýðræði.
Kínversk stjórnvöld vilja ekki að sínir embættismenn notist við vestræn viðmið þegar skilgreina á hluti eins og mannréttindi og lýðræði. Vísir/AFP
Kínversk stjórnvöld munu styrkja hugmyndafræðilega kennslu og þjálfun embættismanna til að efla trú þeirra á kommúnisma. Þetta sé liður í baráttu stjórnvalda gegn spillingu.

„Embættismenn ættu að halda fast í trú sína á marxisma til að forðast það að verða vestrænum kröfum um lýðræði, almenn gildi og borgaralegt samfélag að bráð.“ Kínverska fréttastofan Xinhua vitnar þar í embættismann sem fer með starfsmannamál í ráðuneyti.

Í frétt Hbl segir að Kommúnistaflokkurinn hafi ítrekað varað flokksmenn sína við að láta vestrænan skilning á mannréttindum og lýðræði villa fyrir sér og segja Kínverja eiga að túlka slíkar hugmyndir og hugtök á eigin hátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×