Erlent

Kínverjar máluðu hlaupabrautina rétthyrnda

Atli Ísleifsson skrifar
Hefðbundin hlaupabraut er vanalega sporöskjulaga.
Hefðbundin hlaupabraut er vanalega sporöskjulaga. Vísir/Getty
Hlaupabraut á íþróttavelli í kínversku borginni Tonghe hefur vakið talsverða athygli eftir að vallarverðir máluðu hana rétthyrnda í stað þess að hafa hana sporöskjulagaða líkt og tíðkast vanalega.

Hlaupabrautin hefur orðið að athlægi í samfélagsmiðlum, enda þykir íþróttafólki erfitt að halda uppi hraðanum, standi til að halda sér inni á sinni braut í hornunum.

Á vef Telegraph segir að til sé skýring á ástandinu. Verið var að endurgera völlinn þegar borgaryfirvöld fengu skyndiheimsókn af háttsettum mönnum innan Kommúnistaflokksins. Ákveðið var að hafa brautirnar rétthyrndar vegna tímaskorts.

„Við máluðum brautirnar svona til að hún yrði reiðubúin fyrir leiðtogana. Okkur þykir þetta líka ljótt, en ef þeir biðja okkur ekki um að laga þetta, hvað eigum við þá að gera?“ spyr embættismaður í bænum Tonghe.

Í myndbandinu að neðan má sjá innslag kínverskrar sjónvarpsstöðvar um málið, þar sem fréttamaður prófar brautina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×