Erlent

Kínverjar frumsýndu nýja orrustuþotu

Orrustuþota eins sú sem Kínverjar frumsýndu í morgun.
Orrustuþota eins sú sem Kínverjar frumsýndu í morgun. vísir/afp
Kínverjar sýndu í morgun í fyrsta sinn opinberlega nýja orrustuþotu, Chengdu J-20 á flugsýningu í Zhuhai.

Tvær slíkar þotur flugu yfir sýningarsvæðið þar sem margir af helstu ráðamönnum Kína voru samankomnir en þotan þykir vera mikið skref framávið í hernaðarmætti Kínverja.

Þotan getur, líkt og hinar bandarísku Locheed Martinn F-22 og F-35, komist hjá því að sjást á radar óvinarins en óvíst er enn hvort hún standi bandarísku þotunum jafnfætis tæknilega.

Forseti Kína, Xi Jinping, hefur lagt mikla áherslu á að Kínverjar eflist hernaðarlega og sýni mátt sinn og megin víðar en hingað til, ekki síst á Suður Kínahafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×