Fótbolti

Kínverjar ætla að þjálfa ungabörn í fótbolta

Xi Jinping.
Xi Jinping. vísir/getty
Forseti Kína, Xi Jinping, er ekki ánægður með hversu illa gengur að búa til almennilegt knattspyrnulandslið í Kína.

Hann hefur nú lagt til breytingar, sem hafa verið samþykktar af ríkisstjórninni, sem ganga út á að uppfylla draum þjóðarinnar. Hún er að eiga alvöru fótboltalandslið.

Breytingarnar ganga út á að ungabörn verða þjálfuð í fótbolta. Það verður byrjað snemma að búa til framtíðarstjörnur þjóðarinnar.

Kína er í 82. sæti á heimslista FIFA og hefur aðeins einu sinni komist á HM. Það var árið 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×