Enski boltinn

King felldi Sunderland

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
King skorar markið sem felldi Sunderland.
King skorar markið sem felldi Sunderland. vísir/getty
Sunderland féll í dag úr ensku úrvalsdeildinni eftir 0-1 tap fyrir Bournemouth á heimavelli.

Joshua King skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Það reyndist síðasti naglinn í kistu Sunderland sem leikur í B-deildinni á næsta tímabili.

Aðeins eitt mark var skorað í hinum þremur leikjum ensku úrvalsdeildarinnar sem hófust klukkan 14:00.

Það gerði Jamie Vardy í leik West Brom og Leicester City á The Hawthornes. Með sigrinum komust Englandsmeistararnir upp í 11. sæti deildarinnar. West Brom hefur nú leikið fimm leiki í röð án þess að skora sem er félagsmet.

Svissneski markvörðurinn Eldin Jakupovic var hetja Hull City gegn Southampton en hann varði vítaspyrnu frá Dusan Tadic í uppbótartíma. Leikurinn endaði með markalausu jafntefli og Hull er því þremur stigum frá fallsæti.

Stoke City og West Ham gerðu sömuleiðis markalaust jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×