Erlent

Kínamúrinn að hverfa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Þrjátíu prósent af múrnum er horfinn nú þegar.
Þrjátíu prósent af múrnum er horfinn nú þegar. Vísir/Getty Images
Um þrjátíu prósent af Kínamúrnum er hrofinn. Þjófnaður á steinum, veður og gróðurfar er meðal ástæðan þess. Múrinn er svo sundurgrotnaður að mat á lengd hans er talsvert á reyki. Múrinn er talinn allt frá níu þúsund kílómetrum til þess að vera 21 þúsund kílómetrar að lengd.

Vinna við múrinn hófst fyrst um þremur öldum fyrir Krist en um 6.300 kílómetra hluti hans var byggður á Ming-tímanum, frá 1368-1644. Síðan þá hafa veður og vindar brotið hann smám saman niður auk þess sem ferðamenn og fátækir nágrannar múrsins hafa stolið steinum.

Tíu þúsund króna sektir stjórnvalda fyrir stuld á steinum úr múrnum hafa ekki stöðvað þjófnaðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×