Fótbolti

Kínagullið gæti freistað Aubameyangs

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn skoraði fleiri mörk en Aubameyang í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Enginn skoraði fleiri mörk en Aubameyang í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Pierre-Emerick Aubameyang gæti bæst í hóp þeirra leikmanna sem fara í kínversku ofurdeildina í fótbolta.

Þýska blaðið Bild greinir frá því að kínverska félagið Tianjin Quanjian sé tilbúið að borga í kringum 70 milljónir punda fyrir Aubameyang sem hefur skorað grimmt fyrir Dortmund undanfarin ár.

Samkvæmt frétt Bild ætlar Tianjin Quanjian að bjóða Aubameyang 26,5 milljónir punda í árslaun. Það er launapakki sem fá önnur félög í heiminum ráða við.

Flest benti til þess að Paris Saint-Germain myndi krækja í Aubameyang en franska félagið hætti svo skyndilega við að fá hann. Í kjölfarið var Gaboninn orðaður við Liverpool og Chelsea. En eins og staðan er í dag virðist Kína vera líklegasti áfangastaður hans.

Tianjin Quanjian er með leikmenn á borð við Alexandre Pato og Axel Witzel innan sinna raða og þá vill félagið fá Anthony Modeste frá Köln.

Aubameyang skoraði 31 mark í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og fékk gullskóinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×