FIMMTUDAGUR 30. MARS NÝJAST 23:48

Segja bréf May fela í sér hótanir

FRÉTTIR

Kimi Raikkonen fljótastur á öđrum degi ćfinga

 
Formúla 1
21:30 28. FEBRÚAR 2017
Kimi Raikkonen á Ferrari fáknum.
Kimi Raikkonen á Ferrari fáknum. VÍSIR/GETTY
Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar

Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga.

Lewis Hamilton varð annar fljótasti ökumaður dagsins á Mercedes bílnum. Hann ók 66 hringi en Raikkonen 108. Liðsfélagi Hamilton, Valtteri Bottas varð sjöundi fljótasti ökumaðurinn í dag en ók 102 hringi. Mercedes bíllinn fór því 168 hringi í dag.


Lance Stroll á Williams bílnum.
Lance Stroll á Williams bílnum. VÍSIR/GETTY

Max Verstappen á Red Bull varð þriðji og komst 89 hringi. Kevin Magnussen á Haas varð aftur fjórði, líkt og í gær og ók 118 hringi.

Vandræði McLaren liðsins minnkuðu aðeins í dag. Bíllinn komst 40 hringi undir stjórn Stoffel Vandoorne. Lance Stroll á Williams bílnum var hægastur og ók skemmst í dag. Hann snéri bílnum snemma á æfingunni og bíllinn skemmdist við snúninginn og Stroll gat ekki ekið meira í dag.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Formúla 1 / Kimi Raikkonen fljótastur á öđrum degi ćfinga
Fara efst