Kim Kardashian klćddist hettupeysu međ hamri og sigđ

 
Tíska og hönnun
15:19 14. JANÚAR 2017
Kim var í peysunni einni fata.
Kim var í peysunni einni fata. VÍSIR/SKJÁSKOT

Svo virðist sem tákn kommúnista, hamar og sigð, sé komið í tísku. Hettupeysur frá franska merkinu Vetements hafa orðið talsvert vinsælar í tískuheiminum. Peysurnar eru rauðar að lit með gulum hamri og sigð á erminni.

Kim Kardashian klæddist slíkri peysu á milli jóla og nýárs en flíkin kostar 770 dali, eða 87 þúsund krónur. Þykir tísturum hátt verð peysunnar vera í hrópandi mótsögn við hinn kommúníska boðskap hennar.

Peysunni klæddist Kim í ballettskóla dóttur sinnar, North, þar sem hún var stödd ásamt eiginmanni sínum Kanye West.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hamar og sigð ná vinsældum í tískuheiminum en rússneski hönnuðurinn Gosha Rubchinskiy hannaði fatalínu árið 1984 með mynstri sem byggt var á hinu kommúníska tákni. 

Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Tíska og hönnun / Kim Kardashian klćddist hettupeysu međ hamri og sigđ
Fara efst