Erlent

Kim Jong-un setur kjarnavopnin í viðbragðsstöðu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður Kóreu, segir að kjarnorkuvopn ríkisins ættu að vera til taks hvenær sem er. Leiðtoginn ávarpaði æðstu menn hersins í gær þar sem hann skipaði þeim að breyta skipulagi sínu á þann veg að Norður Kórea geti skotið á loft kjarnorkusprengju í fyrirbyggjandi tilgangi eins og hann orðaði það. Frá þessu greinir ríkisfréttastofa landsins.

Á miðvikudaginn var samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna nýjar refsiaðgerðir í garð Norður Kóreu sem eru þær ströngustu hingað til, eftir að ríkið hóf á ný tilraunir með kjarnavopn og langdraugar eldflaugar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×