Erlent

Kim Jong-Un of feitur

Atli Ísleifsson skrifar
Upplýsingar frá suður-kóreskra yfirvalda segja að læknalið frá Evrópu hafi nýlega verið flogið til Norður-Kóreu.
Upplýsingar frá suður-kóreskra yfirvalda segja að læknalið frá Evrópu hafi nýlega verið flogið til Norður-Kóreu. Vísir/AFP
Kim Jong-Un er brotinn á báðum ökklum að sögn fjölmiðla. Leiðtogi Norður-Kóreu á í það minnsta vera á sjúkrahúsi nú eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Í frétt Dagens Nyheter segir að breyskleiki og ást hans á góðum mat og drykk hafi nú tekið sinn toll. Hafi hann þyngst mikið að undanförnu sem hafi bitnað á ökklum hans og heilsu almennt.

Breska blaðið Mail Online segir hinn 31 ára leiðtoga nú vera um 127 kíló að þyngd.

Í frétt suður-kóreska miðilsins Chosun Ilbo kemur fram að lífverðir gæti leiðtogans nú allan sólarhringinn þar sem hann dvelur á sjúkrahúsi í norður-kóresku höfuðborginni Pyongyang.

Þar segir einnig að offita leiðtogans hafi leitt til að hann þjáist nú einnig af gigt.

Upplýsingar frá suður-kóreskra yfirvalda segja að læknalið frá Evrópu hafi nýlega verið flogið til Norður-Kóreu.

Ríkisfjölmiðill Norður-Kóreu sýndi myndskeið af leiðtoganum í síðustu viku þar sem sást hvernig Un haltraði og viðurkennt var að Un ætti við veikindi að stríða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×