Handbolti

Kim Andersson að komast aftur af stað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kim Andersson hefur átt við erfið axlarmeiðsli að glíma.
Kim Andersson hefur átt við erfið axlarmeiðsli að glíma. Vísir/Getty
Vonast er til þess að sænska stórskyttan Kim Anderson snúi fljótlega aftur á völlinn með liði sínu, KIF Kolding København, eftir langvarandi meiðsli.

Anderson hefur verið frá vegna meiðsla í öxl síðan í byrjun síðasta tímabils, en Aron Kristjánsson, þjálfari Kolding, segir að það styttist í endurkomu hans.

„Kim Andersson hefur verið lengi frá og þegar maður byrjar að spila handbolta á ný eftir langt hlé þá tekur tíma að koma til baka," sagði Aron.

„Hann spilaði tvo æfingaleiki um helgina í Þýskalandi, en þurfti svo að hvíla vegna meiðsla í hásin,“ sagði Aron sem býst við að Andersson spili á næstu leiktíð, en hann þorir ekki að segja hversu mikið.

Kolding hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni gegn Bjerringbro-Silkeborg 30. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×