Lífið

Kíkt bak við tjöldin á sýningu Bjarkar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir. vísir/getty
Sýning tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur í nýlistasafninu í New York (MoMA) opnar um helgina og hefur safnið verið duglegt við að setja myndir frá sýningunni inn á Instagram síðu sína. Hluta þeirra má sjá hér að neðan en restina inn á Instagram síðu MoMA.

Að auki hefur Björk unnið með Sjón og tæknimönnum Volkswagen að því að búa til sérstakan leiðarvísi fyrir gesti meðan þeir ganga í gegnum sýninguna. Fólk fær þráðlaus heyrnartól sem munu spila réttu hljóðin á réttum tíma. Tæknin kemur frá bílaframleiðandanum og var áður notuð til að búa til tónlist úr akstri bíla.

Fleiri smáatriði um sýninguna má lesa um inn á vef NY Times.


Tengdar fréttir

Gott að platan var tilbúin

Björk ræddi lekann á nýjustu plötunni sinni, Vulnicura, við útvarpsmanninn Zane Lowe hjá BBC.

Búningar Bjarkar sýndir á MoMA

Búningur sem Gjörningaklúbburinn hannaði og heklaði fyrirplötuna Volta verður til sýnis á MoMA í New York.

Björk bindur slaufu á Biophilia

Björk Guðmundsdóttir lýkur þriggja ára Biophilia-verkefni sínu með nýrri heimildarmynd þar sem tónleikaferð hennar er fönguð. Fram undan er vinnsla nýrrar plötu sem kemur út á næsta ári. Henni líður vel svo lengi sem hún býr nálægt Vesturbæjarlauginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×