Íslenski boltinn

Kiko Insa sendir stjórn og þjálfurum Keflavíkur "kveðjur" í gegnum Twitter

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty

Kiko Insa, leikmaður Arema Cronus í Indónesíu, sendir þjálfurum og stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkur kveðjur í gegnum Twitter-síðu sína í dag. Kiko lék með Keflavík fyrri hluta sumars.

Kiko heillaði ekki marga í sumar, en hann spilaði einungis sjö leiki og fékk þar að auki eitt rautt spjald. Hann var svo sendur heim á miðju sumri, en Keflavík féll svo niður um deild; fékk einungis tíu stig úr leikjunum 22 í sumar.

Sjá einnig: Kiko Insa: Ef þetta er rautt þá er mamma mín Englandsdrottning

Insa spilar nú í Indónesíu með Arema Conus og er greinilega í miklu uppáhaldi stuðningsmanna liðsins ef marka má Twitter-færslu hans sem hefur vakið mikla athygli meðal íslenskra knattspyrnuáhugamanna.

Twitter færslu Insa má sjá hér að neðan, en reikna má að þetta sé kaldhæðni og skot á Keflavík þar sem hann setur “Regards” innan gæsalappa. Hann segir svo í samtali við Hjörvar Hafliðason, knattspyrnuspeking í öðru svari að hann hlakki til að fylgjast með sínu liði, Víkingi Ólafsvík, næsta sumar, en Insa lék með þeim tímabilið 2013.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×