Handbolti

Kielce hafði betur gegn Álaborg

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ólafur Gústafsson að sumri til
Ólafur Gústafsson að sumri til vísir/eyjólfur garðarsson
Ólafur Gústafsson lék í vörn Álaborgar sem tapaði 33-16 fyrir Kielce á útivelli í D-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag.

Álaborg byrjaði leikinn ágætlega en Kielce náði fyrirhöndinni fyrir hálfleik þegar liðið var 18-15 yfir.

Ólafur lék aðeins varnarleikinn fyrir Álaborg en hann hefur átt við nokkur meiðsli á stríða á leiktíðinni.

Denis Buntic skoraði 8 mörk fyrir Kielce. Karol Bielecki  skoraði 6 og Uros Zorman 5. Sander Sagosen skoraði 7 mörk fyrir Álaborg og Martin Larsen 5.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×