Handbolti

Kiel tapaði í Danmörku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð Gíslason ræðir við Aron Pálmarsson, en sá síðarnefndi lék ekki með Kiel í gær vegna meiðsla.
Alfreð Gíslason ræðir við Aron Pálmarsson, en sá síðarnefndi lék ekki með Kiel í gær vegna meiðsla. Vísir/Getty
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel biðu lægri hlut fyrir Bjerringbro-Sikleborg í Jyske-Arena í æfingaleik í gær.

Leikurinn var jafn framan af, en danska liðið skoraði fjögur síðustu mörk fyrri hálfleiks og leiddi, 20-14, í hálfleik.

Gestirnir héldu þýsku meisturunum í hæfilegri fjarlægð í seinni hálfleik og unnu að lokum tveggja marka sigur, 34-32.

Joan Canellas skoraði átta mörk fyrir Kiel og Dominik Klein sjö, en Aron Pálmarsson lék ekki með vegna meiðsla.

Sebastian Skube og Mads Christiansen skoruðu sex mörk hvor fyrir Bjerringbro-Silkeborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×