Handbolti

Kiel síðasta liðið inn í 8-liða úrslitin | Dregið á þriðjudaginn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Leikmenn Kiel hefndu fyrir tapið gegn Flensburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra.
Leikmenn Kiel hefndu fyrir tapið gegn Flensburg í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra. vísir/getty
Kiel vann fimm marka sigur á Flensburg, 33-28, í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar unnu fyrri leikinn einnig, 21-30, og viðureignina samanlagt 63-49. Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem Flensburg hafði betur en nú var komið að stund hefndarinnar hjá Alfreð og félögum.

Líkt og í fyrri leiknum var Kiel með yfirhöndina í leik kvöldsins, en staðan í hálfleik var 16-10, Þýskalandsmeisturunum í vil.

Marko Vujin var markahæstur í liði Kiel með sex mörk en Filip Jicha, Dominik Klein og Steffen Weinhold komu næstir með fimm mörk hver. Aron Pálmarsson komst ekki á blað.

Það er því ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í átta-liða úrslitin á þriðjudaginn.

Þessi lið eru komin áfram í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar:

Kielce (Pólland)

Pick Szeged (Ungverjaland)

Paris Saint Germain (Frakkland)

Veszprém (Ungverjaland)

RK Zagreb (Króatía)

Kiel (Þýskaland)

Barcelona (Spánn)


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×