Handbolti

Kiel og Löwen með bestu mætinguna

Úr leik hjá Löwen og Kiel.
Úr leik hjá Löwen og Kiel. vísir/getty
Bestu handboltalið Þýskalands - Kiel og Rhein-Neckar Löwen - fá flesta áhorfendur á sína leiki.

Kiel er að fá flesta áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína eða 10.116 enda er alltaf uppselt á leiki þeirra.

Það er þéttsetið á leikjum Löwen en þó ekki alltaf uppselt en liðið er með 9.485 áhorfendur að meðaltali á leik hjá sér.

Lið Dags Sigurðssonar, Füchse Berlin, er svo með þriðju bestu aðsóknina.

Lélegasta mætingin er hjá Friesenheim þar sem undir 2.000 manns mæta á leik.

Meðal áhorfendatölur á heimaleiki liða í þýsku úrvalsdeildinni:

1. Kiel - 10.116

2. RN Löwen - 9.485

3. Füchse Berlin - 7.228

4. Hamburg - 6.514

5. Magdeburg - 6.049

6. Flensburg - 5.748

7. Göppingen - 4.943

8. Lemgo - 3.898

9. Erlangen - 3.559

10. Gummersbach - 3.545

11. Wetzlar - 4.060

12. Hannover - 3.449

13. Biethigheim - 3.143

14. Melsungen - 2.951

15. Bergischer - 2.840

16. Balingen - 2.581

17. Minden - 2.520

18. Lübbecke - 2.152

19. Friesenheim - 1.944




Fleiri fréttir

Sjá meira


×