Handbolti

Kiel hóf titilvörnina með tapi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arons var sárt saknað í dag
Arons var sárt saknað í dag vísir/getty
Þýska úrvalsdeildin í handbolta fór af stað í dag. Þar dró helst til tíðinda að meiarar Kiel undir stjórn Alfreðs Gíslasonar steinlágu á útivelli gegn Lemgo 27-21.

Aron Pálmarsson lék ekki með Kiel vegna meiðsla en fátt var um fína drætti hjá liðinu í leiknum.

Bergischer lagði nýliða Bietigheim 32-27. Björgvin Páll Gústavsson lék í marki Bergischer og Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk fyrir liðið.

Ólafur Guðmundsson lék sinn fyrsta leik Hannover-Burgdorf. Hann skoraði eitt mark í fjögurra marka tapi gegn Melsungen 26-22.

Þýska fyrsta deildin fór einnig af stað í dag. Þar lagði Grosswallstadt Einstracht Aunatal 22-16. Fannar Friðgeirsson skoraði eitt mark í leiknum.

Oddur Gretarsson skoraði þrjú mörk fyrir Emsdetten sem gerði 33-33 jafntefli við Hamm-Westfalen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×