Handbolti

Kiel heldur pressunni á Flensburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld.
Alfreð stýrði sínum mönnum til sigurs í kvöld. vísir/getty
Kiel vann tveggja marka sigur á Melsungen, 30-28, þegar liðin mættust í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sigurinn var öruggari en tölurnar gefa til kynna en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar voru sex mörkum yfir, 29-23, þegar rúmar sjö mínútur voru til leiksloka.

Christian Zeitz var markahæstur í liði Kiel með sex mörk. Patrick Wiencek skoraði fimm mörk.

Kiel er með 36 stig í 2. sæti deildarinnar, þremur stigum á eftir toppliði Flensburg sem vann Hannover-Burgdorf í kvöld, 30-25.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Hannover sem hefur tapað þremur leikjum í röð.

Kristianstad fékk skell gegn Sävehof, 30-23, í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Kristianstad er dottið niður í 3. sæti deildarinnar en Sävehof er í því sjötta.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði tvö mörk fyrir Sävehof sem hefur unnið tvo leiki í röð.

Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt mark fyrir Kristianstad en Gunnar Steinn Jónsson komst ekki á blað. Ólafur Guðmundsson lék ekki með liðinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×