MIĐVIKUDAGUR 22. MARS NÝJAST 22:01

May: Árásin bćđi sjúk og siđlaus

FRÉTTIR

Kiel á leikmann í öllum undanúrslitaliđunum

 
Handbolti
10:15 29. JANÚAR 2016
Dagur Sigurđsson verđur međ sitt liđ í eldlínunni í kvöld.
Dagur Sigurđsson verđur međ sitt liđ í eldlínunni í kvöld. VÍSIR/EPA

Kiel er eina félagið sem getur státað sig af því að eiga leikmann í öllum liðum undanúrslitaliðanna á EM. Vísir kíkir á tölfræðina fyrir úrslitahelgina.

Leikmenn Kiel í undanúrslitaliðunum er Þjóðverjinn Rune Dahmke, Norðmaðurinn Erlend Mamelund, Spánverjinn Joan Canellas og Króatinn Domagoj Duvnjak.

Liðið sem vinnur EM mun fá sjálfkrafa þátttökurétt á ÓL í Ríó þannig að það er að miklu að keppa. Þýskaland er eina liðið af þessum fjórum sem hefur unnið EM áður. Það var árið 2004.

Noregur er eina liðið af þessum fjórum sem hefur aldrei áður komist í undanúrslit. Besti árangur Norðmanna var sjötta sætið er þeir spiluðu á heimavelli árið 2008.

Það eru tveir farmiðar í forkeppni Ólympíuleikanna í boði. Svíar eru þegar komnir með annan. Ef Norðmenn vinna ekki mótið þá fá þeir hinn farseðilinn.

Allir verðlaunahafarnir á EM fá farseðil beint inn á HM 2017 í Frakklandi.

Sex leikmenn í undanúrslitaliðunum spila fyrir Barcelona. Fimm koma frá Vardar, fjórir frá Kiel, Rhein-Neckar Löwen, Kielce og Zagreb.

Það eru tólf ár síðan einhver önnur þjóð en Frakkland eða Danmörk varð Evrópumeistari.  Þá vann Þýskaland.

Á sunnudag verður dregið í umspilinu fyrir HM 2017. Ísland verður í efri styrkleikaflokki en það stóð tæpt.

Spánn er með reynslumesta liðið í undanúrslitunum. Meðaltal landsleikja hjá Spánverjum er 87,2 leikir en 67,4 hjá Noregi, 67,1 hjá Króatíu en aðeins 36,1 hjá Þýskalandi.

Króatar eru með bestu sóknina á EM en Króatía er búið að skora 190 mörk á mótinu. Frakkar eru búnir að skora 181 mark og Noregur 178.

Þjóðverjar eru með hávaxnasta liðið í undanúrslitunum en meðalhæð þýska liðsins er 196 sentimetrar. Hjá Noregi er þessi tala 193 sentimetrar og hjá Króatíu 192.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Kiel á leikmann í öllum undanúrslitaliđunum
Fara efst