Sport

Khan segir Mayweather vilja berjast við sig

Anton Ingi Leifsson skrifar
Khan á bardaganum í gær.
Khan á bardaganum í gær. vísir/getty
Breski hnefaleikakappinn, Amir Khan, segir að framkvæmdarstjóri Floyd Mayweather hafi látið hann vita að Mayweather vilji berjast við þann enska og láta það verða sinn lokabardaga.

Mayweather vann Manny Pacquiao í rosalegum bardaga í Los Angeles í gær, en hann vann með einu stigi í jöfnum bardaga. Khan mætir Chris Algieri 30. maí og vill hann berjast við Mayweather.

„Ég er í stöðu þar sem ég get mætt báðum, en ég vil frekar berjast við Mayweather," sagði Khan í samtali við fjölmiðla.

Khan sagði í samtali við BBC Radio 5 að Len Ellerbe, framkvæmdarstjóri Mayweather, hafi sett sig í samband við Khan og hans menn eftir bardagann í gær.

„Fjárhagslega vita þeir að þetta mun verða stór bardagi og mun vera mjög spennandi. Ég held að Mayweather og hans menn vilji berjast, en ég hef einnig talað við Manny og þeir vilja einnig berjast."

Mayweather gaf það út í gær að hann muni berjast einu sinni enn áður en hann leggur hanskann á hilluna. Hann sagði að það myndi líklega vera í september, en það hittir ekki vel á Amir á þeim mánuði.

„Ég get ekki barist í september vegna Ramadan. Þetta verður bara ráðast á minni dagskrá á árinu, en ef þetta verður möguleiki á þessu ári eða í byrjun næsta mun ég klárlega hoppa á það."

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×