Íslenski boltinn

KFG fær kanónu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Garðar í búningi KFG.
Garðar í búningi KFG. mynd/kfg
Garðar Jóhannsson er snúinn aftur í Garðabæinn eftir eins árs dvöl í Fylki.

Garðar gekk þó ekki í raðir Stjörnunnar heldur skrifaði hann undir samning við 3. deildarlið KFG.

Liðið vann sér sæti í 3. deildinni í sumar og ætlar sér stóri hluti á næsta tímabili.

Garðar hefur á ferli sínum hér á landi leikið með Stjörnunni, KR, Val og Fylki. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2003 og Stjörnunni 2014. Garðar var markakóngur Pepsi-deildarinnar 2011.

Garðar lék erlendis á árunum 2006-10 og þá skoraði hann tvö mörk í átta A-landsleikjum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×