Erlent

Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að játa 15 ára gamalt morð

Samúel Karl Ólason skrifar
Matthew Gibson, keyrði næstum því þrjú þúsund kílómetra til Winslow í Arizona, þar sem hann játaði fimmtán ára gamalt morð.
Matthew Gibson, keyrði næstum því þrjú þúsund kílómetra til Winslow í Arizona, þar sem hann játaði fimmtán ára gamalt morð. Vísir/Getty
Matthew Gibson hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi, eftir að hann játaði að hafa myrt konu með vasaljósi fyrir rúmlega fimmtán árum. Saksóknari málsins sagði að líklega hefði málið aldrei verið leyst ef hann hefði ekki gefið sig fram.

Gibson gaf yfirvöldum skriflega yfirlýsingu við játningu sína, en þar sagðist hann hafa grátið yfir morðinu í fimmtán ár. Lögfræðingur hans sagði AP fréttaveitunni að Gibson hafi nýlega frelsast og hann hafi viljað létta þessari byrgð af sér.

Til þess keyrði hann tæplega þrjú þúsund kílómetra leið frá Norður-Karólínu til Arizona, þar sem hann játaði morðið sem hann framdi árið 1997. Saksóknari í bænum Winslow segir þó að nafn hans hafi hvergi komið fram við rannsókn málsins og ef Gibson hefði ekki gefið sig fram hefði það líklega aldrei verið leyst.

Gibson, sem nú er 55 ára gamall, segir að hann hafi rifist við konu að nafni Barbara Leone Brown. Hann hafi slegið hana í höfuðið með vasaljósi og falið lík hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×