Lífið

Keyrði á eigið herbergi: „Allt í einu er ég bara búin að keyra á húsið“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
"Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta“
"Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta“ Mynd/Íris Katla
Hin 17 ára gamla Íris Katla Jónsdóttir kom foreldrum sínum á óvart í gær þegar hún keyrði á sitt eigið herbergi. Foreldrar hennar voru þó ekki heima þegar atvikið átti sér stað og héldu það að Íris væri að stríða þeim þegar hún sagði þeim frá hvað hafði gerst.

Írís býr á Akureyri og var að leggja bílnum, sem hún hafði fengið lánaðan hjá foreldrum sínum, fyrir utan heimili þeirra.

„Ég var að keyra inn í heimkeyrsluna og var að vanda mig eins og ég gat. Það var hjól og ég var að fylgjast með því,“ segir Íris Katla í samtali við Vísi. „Allt í einu er ég svo bara búin að keyra á húsið.“

Það er ekki allir sem geta sagst hafa keyrt á eigið herbergi.Mynd/Íris Katla
Leit í kringum sig til að sjá hvort einhver hafi séð þetta

Svo virðist sem að Íris Katla hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa með þeim afleiðingum að bílinn skall á bílskúr hússins sem búið er að gera upp og breyta í herbergi, herbergið hennar Írisar.

„Ég trúði ekki að ég hafði gert þetta. Mér fannst þetta pínu vandræðalegt og leit í kringum mig hvort að einhver hafi séð þetta,“ segir Íris en hún segist hafa verið frekar róleg í fyrstu enda sást lítið sem ekkert á bílnum og ekki mikið á húsinu sjálfu. Skap hennar breyttist þó þegar hún kom inn í herbergið sitt.

„Það er sprunga allann vegginn og pípurnar sem liggja í ofninn sprungu næstum því,“ segir Íris sem afréð að segja ekki foreldrum sínum, sem voru í Reykjavík, alveg strax frá þessu enda þurfti hún að drífa sig í vinnuna.

Pabbi hennar grínaðist með þetta á Twitter

Þegar hún kom heim úr vinnunni hringdi hún svo í foreldra sína sem héldu að hún væri að plata sig. Það breyttist þó þegar hún sendi þeim mynd og segir Íris að þau hafi orðið ansi pirruð.

Svo virðist þó sem að þau hafi eitthvað mildast í afstöðu sinni. Faðir Írisar er Jón Ólafsson sem rekur tæknivefsíðuna Lappari.com. Hann hefur verið að grínast með atvikið á Twitter í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×