Körfubolti

Kevin og Kevin bestu leikmenn vikunnar í NBA | Myndbönd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Love og Kevin Durant.
Kevin Love og Kevin Durant. Vísir/Getty
Kevin Love og Kevin Durant hafa verið valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í körfubolta. Durant var valinn sá besti í Vesturdeildinni en Love sá besti í Austurdeildinni.

Kevin Love fór fyrir þremur sigurleikjum Cleveland Cavaliers í vikunni en hann var með 30,7 stig að meðaltali í þeim. Love bætti við 9,7 fráköstum, 2,7 stoðsendingum og 1,3 stolnum boltum að meðaltali í leik. Hann hitti úr 19 af 29 þriggja stiga skotum sínum, sem gerir 65,5 prósent nýtingu, og öllum vítunum sínum (21 af 21).

Kevin Love setti nýtt met í vikunni með því að skora 34 stig í fyrsta leikhluta í sigri á Portland Trail Blazers. Hann endaði með 40 stig í leiknum þar sem hann hitti úr 8 af 12 þriggja stiga skotum sínum.

 





Kevin Durant hjálpaði Golden State Warriors að vinna alla fjóra leiki sína í vikunni. Durant var með 24,8 stig, 8,3 fráköst, 6,3 stoðsendingar og 2,75 varin skot að meðaltali í leik. Hann hitti meðal annars úr 9 af 18 þriggja stiga skotum sínum.

Durant var mjög góður í sigri á Los Angeles Lakers (28 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar) sem og í sigri á móti Minnesota Timberwolves (29 stig, 10 fráköst, 6 varin skot).

 





Aðrir sem voru tilnefndir að þessu sinni voru þeir Kyrie Irving og LeBron James hjá Cleveland, Stephen Curry hjá Golden State, James Harden hjá Houston, Anthony Davis hjá New Orleans, Carmelo Anthony og Kristaps Porzingis hjá New York, Joel Embiid hjá Philadelphia, Eric Bledsoe hjá Phoenix, Damian Lillard hjá Portland, DeMarcus Cousins hjá Sacramento og Kyle Lowry hjá Toronto.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×