Innlent

Kettirnir á Nátthaga munu jafna sig

Bengalkettirnir Ísa­bella Sól­ey, Plat­in­um Prince og Kysstu Lífið Lukka sem stolið var úr skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi þann 21. janúar eru komnir í leitirnar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sótti kettina þrjá í ónefnt hús í Reykjavík í kvöld. Eigandi kattanna, Ólafur Sturla Njálsson, fékk í kjölfarið símtal frá lögreglunni þar sem honum var tilkynnt að kettirnir væru heilir á húfi.

Magnús Hlynur tók Ólaf tali í dag eftir að köttunum hafði verið komið aftur til hans. Hann segir kettina hvekkta og horaða eftir dvölina að heiman en að þeir hafi róast við heimkomu. Hann ætlar ekki að kæra og segir að kettirnir muni jafna sig.

Viðtalið við Ólaf í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir

Fjórum bengalköttum stolið í Ölfusi

Brotist var inn í skemmu við bæinn Nátthaga í Ölfusi einhvern tímann á tímabilinu frá klukkan tvö í gærdag til klukkan sjö í gærkvöldi og þaðan stolið fjórum bengalköttum, tveimur högnum og tveimur læðum, sem þar eru notaðir til undaneldis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×