FÖSTUDAGUR 24. MARS NÝJAST 11:30

Amy Schumer hćttir viđ ađ leika í Barbie

LÍFIĐ

Keppt um bestu smákökuna

 
Lífiđ kynningar
08:00 23. OKTÓBER 2015
Keppt um bestu smákökuna

KYNNING: Smákökusamkeppni KORNAX hefur verið haldin í aðdraganda jóla undanfarin ár. Þá keppa áhugabakarar um bestu jólasmákökuna sem inniheldur bæði KORNAX hveiti og súkkulaði frá Nóa Siríusi og hljóta vinningshafarnir glæsileg verðlaun.

Keppnin fer svona fram:
Kökunum skal skilað inn eigi síðar en 10. nóvember 2015 næstkomandi á milli kl. 8 og 16 á skrifstofu KORNAX að Brúarvogi 1-3, 104 Reykjavík.

Dæmt verður eftir bragði, áferð, lögun og lit og hvort sýnishorn séu einsleit og vel unnin. Senda skal um það bil 15 smákökur í gegnsæju íláti, krukku eða plastpoka merktum með dulnefni. Miða skal við að smákökurnar séu ekki mikið stærri en 5 cm í þvermál. Rétt nafn, símanúmer og uppskrift skal fylgja með í lokuðu umslagi. Hver þátttakandi má einungis senda eina kökutegund.


Keppt um bestu smákökuna

1. verðlaun. Kitchen Aid hrærivél frá Einari Farestveit, út að borða að verðmæti 30.000 krónur hjá Argentínu steikhús, 30.000 króna inneign í Nettó, 3 mánaða áskriftarpakki frá Stöð 2, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Siríusi.


2. verðlaun. Jólahlaðborð fyrir tvo á Argentínu steikhús að andvirði 19.900 krónur, 20.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Siríusi.


3. verðlaun. 10.000 króna inneign í Nettó, KORNAX hveiti í baksturinn og glæsileg gjafakarfa frá Nóa Siríusi.

Dómarar í keppninni í ár eru Eva Laufey Kjaran matarbloggari og þáttastjórnandi, Stefán Gaukur Rafnsson bakari hjá KORNAX, Albert Eiríksson matarbloggari og ástríðukokkur og Auðjón Guðmundsson vörumerkjastjóri hjá Nóa Siríusi.

Verðlaunauppskriftin mun birtast í jólablaði Fréttablaðsins sem kemur út í lok nóvember.

Nánari upplýsingar má finna á www.lifland.is


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ

TAROT DAGSINS

Dragđu spil og sjáđu hvađa spádóm ţađ geymir.
Forsíđa / Lífiđ / Lífiđ kynningar / Keppt um bestu smákökuna
Fara efst