Handbolti

Keppinautar okkar myndu aldrei ráða erlendan þjálfara

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Vísir/Getty
Heiner Brand, fyrrverandi þjálfari þýska landsliðsins í handbolta telur að þýska handboltasambandið þurfi ekki að leita erlendis að næsta landsliðsþjálfara Þýskalands. Þetta kemur fram í viðtali við Brand á vefsíðu Handball-world.

Martin Heuberger var rekinn eftir að þýska landsliðinu tókst ekki að vinna sér inn þátttökurétt á HM í Katar en þetta er annað stórmótið í röð sem Þjóðverjar missa af.

Hafa þýskir fjölmiðar velt fyrir sér hver næsti þjálfari ætti að vera. Hafa nöfn Dags Sigurðssonar og Alfreðs Gíslasonar verið nefnt í því samhengi en Heiner vill ekki sjá erlendan þjálfara.

„Það myndi aldrei gerast á Spáni né í Frakklandi að erlendur þjálfari yrði ráðinn. Það eru margir góðir þýskir þjálfarar sem hafa staðið sig vel með lið í þýsku 1. deildinni,“ sagði Brand.


Tengdar fréttir

Þjóðverjar vilja ráða Alfreð

Þýska handknattleikssambandið leitar að nýjum þjálfara en liðið komst ekki á heimsmeistaramótið í Katar. Í gær var Martin Heuberger rekinn sem landsliðsþjálfari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×