Lífið

Keppa fyrir Íslands hönd í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottur hópur
Flottur hópur vísir
Íslenska hljómsveitin Náttsól er stödd núna í Istanbul Tyrklandi þar sem þau munu keppa fyrir hönd Íslands í alþjóðlegri framhaldsskólakeppni að nafni Vodafone Freezone High School Music Contest, en þau sigruðu söngvakeppni framhaldsskólana nú fyrir um þremur vikum með laginu Hyperballad með söngkonunni Björk.

Hljómsveitina skipa Elínu Sif Halldórsdóttur, Guðrúnu Ólafsdóttur, Hrafnhildur Magnea Ingólfsdóttir, Gunnar Ágústsson og Kolbeinn Þórsson.

Keppnin er nú haldin í nítjánda skipti í Tyrklandi en annað skiptið sem erlendum hljómsveitum er boðið að taka þátt.

„Það var Davíð Lúther [Sigurðarson] sem benti á okkur þar sem hann fékk það hlutverk að finna hljómsveit hér á Íslandi og hann valdi okkur, hann fylgdist með söngvakeppni framhaldsskólanna og fannst okkur vera algjörlega málið til að fara út og keppa fyrir Íslands hönd,“ segir Elín Sif, meðlimur í Náttsól.

Keppnin fer fram á morgun og alls taka 39 lönd þátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×