Enski boltinn

Keown: Kaupin á Gylfa þau bestu í sumar

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gylfi í baráttunni gegn Burnley um helgina. Hann hefur farið vel af stað með Swansea en hann lagði upp sigurmark leiksins.
Gylfi í baráttunni gegn Burnley um helgina. Hann hefur farið vel af stað með Swansea en hann lagði upp sigurmark leiksins. Vísir/Getty
Martin Keown, fyrrum varnarmaður Arsenal og enska landsliðsins, telur að kaup Swansea á Gylfa Þór Sigurðssyni séu bestu kaup sumargluggans hingað til.

Keown sat fyrir svörum á beinni línu hjá Daily Mail í dagog þar var hann spurður hver bestu kaup sumarsins væru að hans mati.

Keown sem lék með Arsenal í þrettán ár bjóst við því að kaup Arsenal á Alexis Sanchez yrðu þau bestu en Gylfi hefur staðið sig gríðarlega vel í upphafi móts.

„Ég bjóst við því að Alexis Sanchez yrðu bestu kaupin en hann hefur ekki byrjað af nægilegum krafti. Ef litið er til spilamennsku hingað til eru kaup Swansea á Gylfa bestu kaup sumarsins, hann virðist passa fullkomnlega inn í leik Swansea og hann er betri leikmaður en fólk heldur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×