Erlent

Kennurum kennt að skjóta

Samúel Karl Ólason skrifar
Minnisvarði um þau börn sem létust í árás Talíbana.
Minnisvarði um þau börn sem létust í árás Talíbana. Vísir/AP
Kennurum í Peshwar héraði Pakistan er nú kennt á byssur, eftir að vígamenn Talíbana myrtu 132 börn og 15 fullorðna í árás á skóla í desember.

Í myndbandi frá Reuters fréttaveitunni má sjá lögreglukonu þjálfa nokkra kennara í meðferð skotvopna.

Um er að ræða tveggja daga námskeið, sem gengur út á að kenna kennurunum á hvernig byssur virka og hvernig eigi að þrífa þær. Þá er þeim einnig kennt að skjóta úr þeim.

„Þau læra ekki margt á tveimur dögum, en þau munu einhverja kunnáttu um hvernig eigi að beita skotvopni,“ segir lögreglukonan.

Samkvæmt lögreglunni verða öryggisverðir sem og nokkrir nemendur einnig þjálfaðir í beitingu skotvopna. Þá munu þeir fá skotvopnaleyfi. Kennari sem Reuters ræddi við segir þessa þjálfun vera nauðsynlega. Hvort sem um sé að ræða lækna, verkfræðinga, lögfræðinga eða blaðamenn.

Lögreglan hefur gefið út að aðrar stofnanir geti einnig beðið um vopnaþjálfun fyrir starfsfólk sitt.

Daily Mail hefur eftir upplýsingaráðherra Pakistan að með þessari þjálfun geti starfsfólk mögulega haldið aftur af árásarmönnum þar til öryggissveitir koma á vettvang. Öryggi við skóla í Pakistan hefur verið aukið gífurlega undanfarin misseri og stendur til að byggja vegg í kringum 35 þúsund skóla í landinu.

Vopnaburður kennara hefur þó mætt gagnrýni. Meðal annars hefur verið sagt að börnum gæti stafað ógn af því og að það myndi draga úr gæðum kennslunnar að kennarar beri vopn í skólastofum.


Tengdar fréttir

Þetta eru mennirnir sem myrtu 132 börn

Myndirnar fylgdu tilkynningu sem sagði ódæðið í Peshawar réttlætanlegt þar sem her Pakistan hafi drepið konur þeirra og börn um árabil.

Hafa fellt 67 vígamenn

Í kjölfar árásarinnar í Peshawar, sem 132 börn dóu í, heyrðust hávær köll á hefnd og síðan þá hefur herinn gert loftárásir og sent hermenn gegn Talíbönum við landamæri Afganistan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×