Innlent

Kennslu aflýst vegna brunans

Samúel Karl Ólason skrifar
Raunvísindadeild Háskóla Íslands hefur aflýst allri kennslu sem átti að fara fram í VR-1, byggingu Háskóla Íslands vegna elds sem kom þar upp í morgun. Þar kom eldur upp í stofu á annarri hæð, þar sem meðal annars er kennd efnafræði. Því má finna eldfim og hættuleg efni þar.

Í tilkynningu frá háskólanum segir þó að efnin séu í sérútbúnum efnageymslum þar sem ströngum öryggiskröfum er fylgt.

Slökkvilið var fljótt á vettvang eftir að öryggisverðir tilkynntu eldinn á fimmta tímanum og gekk vel að ráða niðurlogum hans. Slökkvistarfi lauk um klukkan sjö en húsið er enn vaktað til að fylgjast með því hvort eldur komi upp að nýju.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×