Lífið

Kennir lyfjunum um andlát Robins Williams

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikarinn Rob Schneider kennir lyfi sem góðvinur hans, leikarinn Robin Williams, var að taka við Parkinsons-sjúkdómnum um andlát hans.

Robin fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles mánudaginn 11. ágúst og hefur lögreglan í Kaliforníu staðfest að hann hafi framið sjálfsvíg.

„Nú getum við talað um þetta. #RobinWilliams var á lyfi til að halda einkennum Parkinsons niðri. Ein af aukaverkununum er sjálfsvíg!“ skrifar Rob á Twitter-síðu sína.

„Vondi lyfjaiðnaðurinn viðurkennir að rúmlega 100.000 manns láti lífið í Bandaríkjunum vegna „lyfseðilsskyldra“ lyfja!! #RobinWilliams,“ bætir hann við en hann og Robin höfðu verið vinir í um tuttugu ár.

Koma þessi skrif Robs í kjölfar þess að Susan Schneider, ekkja Robins, sagði frá því að Robin hefði verið með Parkinsons-sjúkdóminn á frumstigi.


Tengdar fréttir

Dóttir Cobains til staðar fyrir dóttur Williams

Francis Bean þekkir það af eigin raun hvernig það er lifa án föður eftir sjálfsvíg en Kurt Cobain féll fyrir eigin hendi fyrir um 20 árum, árið 1994, þegar dóttir hans var einungis tveggja ára gömul.

Robin Williams var með Parkinsons

Leikarinn var jafnframt alsgáður þegar hann fyrirfór sér en hann þjáðist lengi af þunglyndi og kvíða.

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.

Leikarinn sem fór úr fókus

Fjölmargir minntust í dag fjölbreytts leikferils leikarans Robin Williams, sem fannst látinn á heimili sínu í Kaliforníu í gær, 63 ára að aldri.

Tónlistarmenn syrgja Williams

Margar af helstu stjörnum tónlistargeirans minnast leikarans Robins Williams á Twitter-aðgangi sínum.

Staðfest að Robin Williams framdi sjálfsvíg

Lögreglan í Kaliforníu hefur staðfest að leikarinn Robin Williams, sem fannst látinn í íbúð sinni í gær, hafi framið sjálfsvíg.Aðstoðarmaður leikarans kom að honum látnum á heimili hans þar sem hann hafði hengt sig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×