Sport

Kennir AC/DC um slæmt ástand vallarins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Maddon er skrautlegur karakter.
Maddon er skrautlegur karakter. Vísir/Getty
Þjálfari Chicago Cubs, Joe Maddon, var þrátt fyrir 9-5 sigur á Milwaukee Brewers ekki sáttur á blaðamannafundi í gær. Var hann ósáttur með ástandið á Wrigley Field, heimavelli Cubs, eftir rokktónleika AC/DC vikuna áður.

Maddon sem er einn af skrautlegri þjálfurum deildarinnar var ósáttur eftir að boltinn skoppaði skringilega við aðra og þriðju höfn í leiknum. Sagði hann að það hefði leitt til þess að leikmenn Cubs gerðu mistök í leiknum.

„Við erum búnir að lenda í vandræðum vegna tónleika AC/DC hérna, ég veit ekki hvað þeir voru að gera við völlinn en þeir skemmdu stóran hluta vallarins. Ástandið er búið að vera frábært allt árið en síðan fer boltinn alltíeinu að skoppa skringilega?“

Til þess að toppa þetta mætti Maddon eðlilega með flæmingja (e. Flamingo) á blaðamannafundinn en mynd af því má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×