Erlent

Kennari myrti sex samstarfsmenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Riyadh höfuðborg Sádi-Arabíu.
Frá Riyadh höfuðborg Sádi-Arabíu. Vísir/EPA
Kennari hóf í dag skothríð á skrifstofum námssviðs Jazan héraðs í Sádi-Arabíu. Hann myrti sex samstarfsmenn sína og særði tvo til viðbótar. Árásarmaðurinn hefur verið handtekinn, en ekki er litið á árásina sem hryðjuverk.

Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir.

Árásir sem þessar eru sjalfgæfar í Sádi-Arabíu, samkvæmt frétt BBC, en undanfarið hafa vígamenn Íslamska ríkisins gert árásir í landinu.

Sádi-Arabía leiðir hernaðarbandalag sem berst gegn uppreisn Húta í Jemen, en Jasan liggur við landamæri Jemen. Héraðið hefur orðið fyrir eldflaugaárásum frá Jemen og í október féllu tveir þegar árásarmaður hóf skothríð í banka þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×