Innlent

Kemur illa við börn og öryrkja

Benedikt bóas hinriksson skrifar
Farþegum hefur fækkað um 10% í Strætó á Suðurlandi.
Farþegum hefur fækkað um 10% í Strætó á Suðurlandi. vísir/ernir
Bæjarráð Hornafjarðar lýsti yfir óánægju með tillögur að gjaldskrárbreytingum á almenningssamgöngum á bæjarráðsfundi í gær og telur hækkunina sem lögð er til bitna helst á börnum, ungmennum, öldruðum og öryrkjum sem er stór notendahópur almenningssamgangna í sveitarfélaginu. Sökum eðlis ferða eiga hugmyndir um frístundakort ekki við.

Samkvæmt fundargerð aðalfundar Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem lögð var fram á fundinum, kom fram að farþegum Strætó hefur fækkað um 10% en farþegatekjur hafa aukist um 3% sem skýrist af hækkun gjaldskrár og dýrari ferðum. Endurskoðun hefur farið fram á leiðakerfinu, það einfaldað og ferðum fækkað. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×