Enski boltinn

Keita: Önnur lið höfðu áhuga

Einar Sigurvinsson skrifar
Keita í síðasta æfingaleik Liverpool gegn Blackburn þar sem hann lagði upp mark fyrir Daniel Sturridge.
Keita í síðasta æfingaleik Liverpool gegn Blackburn þar sem hann lagði upp mark fyrir Daniel Sturridge. getty
Naby Keita er byrjaður að spila fyrir Liverpool eftir að liðið keypti hann frá RB Leipzig á 53 milljónir punda í fyrra. Hann hefur fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína með með liðinu það sem af er undirbúningstímabili.

„Þegar ég var lítill spiluðum við fótbolta í götunni í Liverpool treyjum. Af því að ég er miðjumaður og Steven Gerrard stjórnaði alltaf miðjunni hjá Liverpool, gat ég ekki verið neinn annar en Steven Gerrard þegar ég spilaði,“ segir Keita, en fékk treyju númer átta hjá Liverpool sem er gamla númer Steven Gerrard.

Bæði Barcelona og Bayern Munich höfðu áhuga á að semja við Keita, en hann ákvað að lokum að ganga til liðs við Liverpool.

„Það er rétt að önnur lið höfðu áhuga, líkt og liðin sem þú nefnir,“ segir Keita þegar blaðamaður Guardian spyr hann út í áhuga evrópsku risanna.

„Stór ástæða fyrir ákvörðun minni var þjálfarinn. Við áttum gott samtöl og það sem hann sagði um verkefnið fram undan sannfærði mig. Ég sá hvernig félagið var að þróast.“ segir Keita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×