Körfubolti

Keflavíkurkonur skoruðu 114 stig í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn með Keflavík.
Carmen Tyson-Thomas átti enn einn stórleikinn með Keflavík. Vísir/Vilhelm
Kvennalið Keflavík vann 68 stiga sigur á Hamar, 114-46, í Keflavík í kvöld í lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta fyrir jól.

Keflavík og Haukar eru áfram fjórum stigum á eftir toppliði Snæfells en Haukakonur unnu á sama tíma fjórtán stiga sigur á KR í Vesturbænum, 72-58.

Carmen Tyson-Thomas vantaði bara tvær stoðsendingar í það að ná þrennunni en hún var með 36 stig, 11 fráköst og 8 stoðsendingar auk þess að stela sjö boltum.

Sara Rún Hinriksdóttir fékk að fara í fimmuna hennar Birnu Valgarðsdóttur og skoraði 21 stig í leiknum en Sandra Lind Þrastardóttir var með 12 stig. Marín Laufey Davíðsdóttir var með 10 stig og 14 fráköst.

Keflavíkurliðið skoraði 26 stig eða meira í öllum fjórum leikhlutunum en liðið vann fyrsta leikhlutann 32-14 og var 36 stigum yfir í hálfleik, 58-22.

Lele Hardy var með 34 stig og 25 fráköst þegar Haukar unnu 72-58 útisigur á KR en KR-konur voru búnar að vinna tvo leiki í röð fyrir leikinn.  Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði 11 stig fyrir Hauka en Simone Jaqueline Holmes var stigahæst hjá KR með 14 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×